Nú hefur andófsfólk farið í tvo mánuði á hverjum laugardegi á Austurvöll. Þar hafa verið fluttar ræður, hver annarri betri. Engin mótrök hafa komið frá stjórnvöldum. Þau hlusta ekki, alls ekki neitt. Þau hlusta ekki á neina, ekki einu sinni á færustu sérfræðinga heims í kreppum. Nú er farið að fækka í andófi á Austurvelli. Friðsamleg mótmæli hafa runnið sitt skeið. Þau hafa ekkert varanlegt gildi. Breyting verður ekki á ríkjandi þjófræði og fíflræði fyrr en andóf verður ófriðlegt. Ekkert gerist fyrr en grjótið er tekið upp og löggan fær tækifæri til að slasa einhvern. Þannig er lífsins gangur.