Þekktasta sjónvarpspar landsins vill friðhelgi einkalífs um væntanlegt brúðkaup í dómkirkjunni og Iðnó. Hann er einn þekktasti skemmtikraftur landsins og lét taka mynd af sér hálfberum í rúminu. Hún fer vestur til Bandaríkjanna og ræðir opinskátt í sjónvarpsþætti um kynferðismál unglinga. Með framgöngu sinni á opinberum vettvangi gerir þetta fólk sig að opinberustu persónum landsins og getur ekki stýrt umfjöllun fjölmiðla um sig og væntanlegt brúðkaup. Þeir, sem lifa í fjölmiðlum eru einfaldlega opinberar persónur.