Friðaður höfuðverkur

Punktar

Mesti höfuðverkur Evrópusambandsins næstu mánuði verður fjárglæframaðurinn Silvio Berlusconi, sem á síðustu stund forðaði sér undan dómi fyrir mútur og spillingu með því að láta ítalska þingið setja lög um friðhelgi forsætisráðherrans í hasti. Ráðamenn sambandsins horfa nú með hryllingi til þess, að mesta vansæmd Ítalíu, næst á eftir Benito Mussolini, skuli næsta hálfa árið vera forseti þess samkvæmt útskiptareglu. Það magnar gæsahúðina, að Ítalinn Romano Prodi, sem er framkvæmdastjóri bandalagsins, þolir ekki fjárglæframanninn og vill alls ekki tala við hann. Þetta er útflutningur á ítölskum höfuðverk.