Í gær samdi Skype við gemsafyrirtækið 3 um samstarf um rekstur talþjónustu á netinu víða um Evrópu, þar á meðal í Bretlandi. Brezka blaðið Guardian segir í dag, að þetta muni þýða ókeypis símtöl í Bretlandi, innan lands og utan, eftir tvö ár. Eftir það borgi menn bara hóflegt fastagjald, sem feli í sér ótakmörkuð símtöl. Fagmenn hafa notað Skype, svo sem íslenzkir, en almannanotkun byggist á einfaldari meðferð þessara símtala. Gemsafyrirtækin hafa forskot fram yfir gömlu símafyrirtækin, þurfa ekki að greiða niður gömul staðarnet.