Fréttirnar eru í blogginu

Punktar

Bloggið er orðinn öflugur fréttamiðill. Bloggarar bera ummæli pólitíkusa saman við verk þeirra og fyrri ummæli. Þannig varð Davíð Oddsson uppvís að lygi, þegar hann þóttist hafa varað við hruni. Skýrslur Seðlabankans sýna annað. Myndskeið sýna, að pólitíkusar sögðu annað en þeir segjast hafa sagt. Þau sýna, að þeir segja sitt á hvað, sem hentar þeim hverju sinni. Guðni Ágústsson varð uppvís af að falsa ummæli sín í Alþingistíðindum. Bloggari kom upp um gistingu reykvískra þingmanna á hóteli í Reykjavík. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa bilað á aðhaldsvaktinni og bloggarar hafa tekið upp þráðinn.