Fréttir koðna í sjónvarpi

Punktar

Ekki kemur á óvart, að sjónvarpskönnun sýnir minni notkun sjónvarpsfrétta. Hún er komin niður í fjórðung þjóðarinnar. Að vísu kann það að stafa af ófullnægjandi fréttum á hamfaratímum í þjóðarhag. Fréttir sjónvarps eftir hrun bankanna voru ömurlegar og eru enn ekki frambærilegar. Hins vegar er þetta líka hluti af almennri þróun í vestrænu samfélagi. Ungar kynslóðir horfa ekki á sjónvarp, ekki frekar en þær lesa dagblöð. Þær nota vefinn, þar á meðal veffréttir. Nýjar kynslóðir slíkar bætast við, en gamlar kynslóðir sjónvarpsnotenda deyja. Sjónvarpið er því á sama dauðavegi og dagblöðin.