Fréttir án innihalds

Punktar

Í fréttum sagði, að farþegar Icelandair í Saga Class fái nú hraðþjónustu í öryggiseftirliti Leifsstöðvar. Ekki var sagt, hver borgaði fríðindin. Ef það er Icelandair, þá er spurning, hvort aðrir geti keypt slíka þjónustu hjá sýslumanni. Alltaf er þó spurning, hvort rétt sé, að menn fái að kaupa sig framhjá íslenzka biðraðakerfinu. Ef ríkið borgar sérþjónustuna við Icelandair, þá er það fráleit ákvörðun. Að venju fjölmiðla landsins var ekki sagt orð um það tvennt, sem máli skipti: Hver borgaði brúsann? Seinkar öryggisafgreiðslu heiðarlegra borgara til jafnvægis fríðindunum?