Hér er hugmynd fyrir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Bandaríska ríkisstjórnin er byrjuð að framleiða eins konar fréttaþætti á auglýsingastofum. Þeir eru síðan sendir til sjónvarpsstöðva, er birta þá sem sína eigin, án þess að geta upprunans. Þannig getur George W. Bush komið áróðri í fjölmiðla, sem taldir eru óhlutdrægir, en eru þó svona latir. David Barstow og Robin Stein skrifa um þetta í Washington Post. Ríkissjónvarpið mundi áreiðanlega birta svona þætti, sem framleiddir væru af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Pétri Gunnarssyni og öðrum spunakerlingum.
