Fréttamennska

Punktar

Loubna Freih segir í International Herald Tribune, að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sé orðin ónýt, af því að þar hafi myndazt samsæri skúrkanna. Ríki á borð við Rússland, Kína, Kúba, Sádi-Arabía,Súdan og Simbabve taki saman höndum í atkvæðagreiðslum og hafni ályktunum um mannréttindi á þeirri forsendu, að þær séu afskipti af innanríkismálum. Hún vill, að ríki þurfi að fullnægja skilyrðum til að fá sæti í mannréttindanefndinni. Þetta er dapurlegt dæmi um, að Sameinuðu þjóðirnar eru engan veginn það framfaraafl, sem stofnendurnir ætluðust til.