Fréttafundur Engeyinga

Punktar

Fundur Engeyjarættarinnar í dag boðaði ýmsar aðgerðir, sem ráðherrar segja draga úr gengishækkun krónunnar. Mikilvægasta aðgerðin er að bæta stöðu kvótagreifa, sem hafa grátið mikið að undanförnu. Græða færri milljarða á ári en þeir höfðu vænzt. Þá hefur ríkisstjórn Engeyinga ákveðið að gera svikurum í skattaskjóli á aflandseyjum tilboð, sem þeir geta ekki hafnað. Þeir fá sérstök verðlaun fyrir að skipta út myntinni í stað þess að fá sektir fyrir skattsvik. Sumt er ágætt í breytingum Engeyinga, en flestar eru auðvitað sniðnar að hagsmunum ættarinnar. En Engeyingar segjast reikna með að molar falli af borðum sínum til aumingjanna.