Frestum frágangi samningsins

Punktar

Margir ímynda sér, að andstaða við IceSave sé ókeypis. Þjóðin geti kosið um, hvort hún borgi skuldir, sem fyrir löngu var búið að samþykkja. Fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. Í tvö ár hefur þó verið þrúkkað um, hvernig eigi að borga, ekki hvort eigi að borga. Of snemmt er að ganga frá samningnum um IceSave. Íslendingar eru svo ruglaðir og þjóðrembdir, að þeir garga bara sama slagorðið: Við borgum ekki. Atvinnuleysi þarf að aukast enn til að fólk fari að átta sig á kostnaðinum. Við erum skyni skroppin og verðum að finna eigin heimsku sárar á eigin skrokki. Frestum því frágangi samningsins.