Gary Younge skrifar í Guardian um fyrirhugaðar styrjaldir George W. Bush Bandaríkjaforseta í þágu frelsis. Hann ráðleggur forsetanum að byrja frelsið í fangabúðunum í Guantánamo og Abu Ghraib. Síðan getur komið röðin að Úsbekistan, þar sem situr bandamaður Bandaríkjanna með tíuþúsund pólitíska fanga og hendir helztu óvinum sínum í sjóðandi potta. Þá má muna eftir Pakistan, sem dreifði kjarnorkuvopnum og hryðjuverkamönnum um lönd islams, svo og Saudi-Arabíu, sem borgaði fyrir þessi ósköp. Allt eru þetta bandamenn Bandaríkjanna. Það eiga að vera hæg heimatökin.