Hafið þið tekið eftir, að Hæstiréttur snýr oft við héraðsdómum. Samt segja héraðsdómarar ekki af sér af því tilefni. Dómar eru niðurstöður, sem leiða ekki til brottvísunar þeirra, sem áður komu að máli. Á sama hátt er ráðherra ekki brottrækur, þótt Hæstiréttur úrskurði honum í óhag. Fráleitt á Svandís Svavarsdóttir að segja af sér eftir úrskurðinn í mútumáli Landsvirkjunar og Flóahrepps. Kröfur um slíkt eru bara eitt af mörgum dæmum um dólgshátt og frekju sumra alþingismanna í stjórnarandstöðu. Fólk verður að átta sig á, að lægra settir úrskurðaraðilar víkja ekki, þótt æðri aðilar snúi úrskurðum.