Frekjan sprengir ætíð

Punktar

Í kosningunum verður unnt að losna við óróaafl íslenzkra stjórnmála. Losna við bófaflokkinn, sem leikur hlutverk stjórnmálaflokks. Sjálfstæðisflokkurinn er engin kjölfesta. Hann er pólitískur armur sundurlyndisafls þess eina prósents, sem hirðir allan arðinn af puði þjóðarinnar. Í samsteypustjórn hagar hann sér eins og hann einn ráði öllu. Aðrir ráðherrar mega dunda í út/inn pappírum sinna ráðuneyta, en bófarnir einir mega taka alvöru ákvarðanir. Því talaði Bjarni Ben eins og heilbrigðisráðherra væri og Proppé fékk engu að ráða. Vegna frekju og yfirgangs Sjálfstæðisflokksins sprakk stjórnin eins og aðrar stjórnir flokksins.