Þjóðfundurinn var kurteis og sammála um flest. Andstæða hávaða og frekju valdadólga samfélagsins. Verst láta helztu forstjórar verkalýðsrekenda og atvinnurekenda, svo og forstjórar kvótagreifa. Einnig talsmenn álversbyggða, svo sem Húsavíkur og Keflavíkur. Bezt kemur frekjan fram í Árna Sigfússyni bæjarstjóra. Hann keyrði allt á bólakaf í taumlausum hávaða og yfirgangi, auðvitað með stuðningi bæjarbúa. Svo þegar kjósendur þessara rugludalla komast á þjóðfund, reynast þeir bara vera áhugavert fólk með uppbyggilegar hugsanir. Geta frekja og hávaði sérhagsmuna öllu lengur ráðið samfélaginu?