Enn hafa Björgólfar haft afskipti af útgáfustefnu Eddu og í þetta sinn kippt út þeim kafla bókar Guðmundar Magnússonar um Thorsarana, þar sem fjallað var um bandarískan leiðtoga nýnazista, George Lincoln Rockwell, sem fyrir margt löngu var kvæntur núverandi eiginkonu Björgólfs Guðmundssonar. Við höfum nokkur þekkt dæmi um það frá útlöndum, að ekki er hollt, að afskiptasamir auðmenn eigi fjölmiðla, þar á meðal bókaforlög. Rupert Murdoch er skæðasta dæmið um eitruð áhrif slíkra manna og annað er Robert Maxwell, sem raunar framdi sjálfsmorð, þegar fjölmiðlapælingar hans fóru út um þúfur.