Frat á Geir kemur næst

Punktar

Samfylkingin á tvo kosti. Getur þjáðst áfram í vonlausu samstarfi, sem mun líma hrunið fastar við ímynd flokksins. Eftir hálft þriðja ár lendir hún í kosningum með byrði brennuvarganna á bakinu. Og verður þá lítill flokkur að hætti Framsóknar. Hinn kosturinn er að lýsa stjórnina óstarfhæfa og knýja Geir til að fallast á nýjar kosningar. Þar getur flokkurinn sýnt andstöðu við undarlegar lækningar Geirs, sem munu gera illt verra á næstu mánuðum. Samfylkingin hlýtur að fara þessa leið, þótt ekki sé nema vegna eigin hagsmuna. Hún er búinn að lýsa frati á Davíð. Frat á Geir er næsta skref.