Afrek utanríkisráðherranna Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde í samskiptum þeirra við Bandaríkin út af andláti hersetunnar minna okkur á, að nú verða skemmtilegir tímar í utanríkisþjónustunni. Alls konar ljúfmenni í stétt erlendra utanríkisráðherra munu vilja styðja framboð Halldórs Ásgrímssonar til Öryggisráðsins gegn því að við styðjum hugsjónamál þeirra, svo sem morð og önnur viðskipti. Geir H. Haarde verður fullsaddur af heimsveldi Íslands, áður en hann kemur Halldóri í Ráðið. Það er seintekinn gróði að dansa franskan menúett við diplómata heimsins.