Franklín Steiner vælir

Punktar

Franklín Steiner er frægur maður og ekki af góðu. Nú er honum farin að líða illa af frægðinni. Hann hefur kært fjölmiðil fyrir að gera sig frægan og heimtar milljón í skaðabætur. Þetta er fáránlegasta dæmið af nokkrum um, að dómstólar hafa gefið slúbbertum veiðileyfi á fjölmiðla. Nú nægir þeim að segja, að sér líði illa og að þeir þurfi áfallahjálp. Þá geta þeir fengið milljón frá fjölmiðli, sem hefur ekki gert annað en að segja satt og rétt frá staðreyndum. Þegar Franklín Steiner hefur fengið sína milljón, hefur fullkomnast þetta furðulega skeið stuðnings dómstóla við þekkta slúbberta.