Fyrir mánuði var svissneski frankinn hengdur á evruna. Hér eftir sveiflast hann með henni, eins og danska krónan gerir. Svisslendingum þótti frankinn vera of lítil mynt. Honum væri hætt við sveiflum, sem skaða efnahagslífið. Með hengingu á evruna telja þeir, að frankinn sé kominn í öruggt skjól. Dæmi um, að vandræði hljótast af vaxandi taugaveiklun og brjálæði markaðarins. Og nú hefur Göran Persson í Svíþjóð sagt evruna traustan gjaldmiðil. En hins vegar gætu spákaupmenn gert árás á sænsku og norsku krónurnar, sem væru of litlir gjaldmiðlar. Hvað má þá segja um minnstu mynt í heimi, þá íslenzku?