Framtíðin ekki búin

Punktar

Mér sýnist doði hlaupinn í stuðningsmenn Pírata. Væntu 30% fylgis, en fengu 15%. Þeim finnst það vera ósigur. En sá kann allt, sem bíða kann. Nú fá 10 þingmenn Pírata tækifæri til að læra á þingræðið og skrafið í hornunum. Þeir fá færi á að fara um kjördæmin og átta sig betur á viðbrögðum kjósenda. Öðlast skilning á því, hvers vegna 15% þjóðarinnar daðraði við Pírata fyrir kosningar, en brast kjarkinn í kjörklefanum. Í næstu kosningum verða Píratar málefnalega betur undir baráttuna búnir. Skilja betur ris og hnig í áhuga á stjórnarskrá og mikilvægi þess að mæta sjónhverfingum og lygum af fullri hörku. Framtíðin er alls ekki búin enn.