Framsókn styður kvótagreifa

Punktar

Kristinn H. Gunnarsson er fyrrum þingmaður Framsóknar. Lýsir í bloggi sínu flokknum sem baráttutæki kvótagreifa. Framsókn tekur eindregna afstöðu með kvótagreifum gegn þjóðinni. Hjarta Sigmundar Davíðs slær á svipuðum nótum og fyrirrennarans, Halldórs Ásgrímssonar. Báðir gerðu þeir flokkinn að verkfæri fáeinna eignamanna og sérhagsmunaaðila, sem halda þjóðinni í gíslingu. Með velvild formanna Framsóknar hafa kvótagreifar veðsett þjóðarauðinn í sjónum upp í topp. Enda er Sigmundur Davíð alinn upp með silfurskeið í munni. Hún varð til við eftirlitslausa einkavæðingu stöndugs ríkisfyrirtækis, Kögunar.