Ég kenni síður en svo bara Framsókn um það, sem aflaga hefur farið í hverfi 101 í Reykjavík. Hún kom sér jafnan fyrir í nefndum og ráðum, sem fjalla um skipulag og byggingar. Eins og spilltir pólitíkusar erlendis. Hún studdi ætíð byggingar stórra steinhúsa í stað lítilla timburhúsa. En fleiri komu við þessa ófögru sögu. Óhæfir embættismenn í skipulagi og á skrifstofu byggingafulltrúa leiddu skandalinn, studdir aðgerðarleysi eftirlitsaðila borgarinnar. Þannig hefur Framsókn, embættismönnum og fleiri aðilum tekist að gera hverfi 101 að hráskinni gróðafíkinna verktaka og lóðakaupenda.