Framsókn hagnast líka

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki alveg einn að hruninu. Hann naut hjálpar annarra í sumum tilvikum. Framsóknarflokkurinn rak með honum flokksrækni og ættrækni í mannaráðningum kerfisins. Kunningja- og klíkusamfélagið var verk beggja flokka. Framsókn hafði helmingaskipti um einkavinavæðingu banka. Hjálpaði við að móta eftirlitslausa frjálshyggju banka. Saman komu þeir upp stétt lagatækna, bókhaldstækna og dómtækna í stað lögmanna, endurskoðenda og dómara. Þjóðin er heimsk sem naut eftir meðferðina og gefur Framsókn aukið fylgi í könnunum. Um leið og hún vill, að Sjálfstæðið sé flokka stærst.