Framsókn betri en Samfylking

Punktar

Formaður Framsóknar hefur lýst Sjálfstæðisflokkinn óstjórntækan, vill ekki starfa með honum. Enda er sá flokkur fastur á harðlínu, kennir prentvillu hjá Evrópusambandinu um hrun Íslands. Hins vegar vill varaformannsefni Samfylkingarinnar ganga óbundinn til kosninga. Árni Páll Árnason telur það heppilegt. Björgvin Sigurðsson tekur Evrópu fram yfir heimilin. Hvorugur er krati, þetta eru frjálshyggjumenn, Blair-istar, sem dreymir um nýja stjórn með Sjálfstæðinu. Kjósendur mega gæta sín á Samfylkingunni í kosningunum. Framsókn er skárri kostur í stöðunni. Kjósendur verða að vita, hvað þeir fá.