Framsókn á botninum

Punktar

Framsóknarflokkurinn er í skoðanakönnun sagður kominn niður fyrir 4% fylgi í Reykjavík og niður fyrir 9% á landsvísu. Þetta er eðlilegt fylgi flokks, sem hefur glatað hugsjónum og er orðinn atvinnumiðlun fyrir gæludýr. Fylgið samsvarar þeim fjölda, sem hefur lifibrauð sitt af flokknum. Tvisvar sinnum í röð hefur þessari vinnumiðlun tekizt að leyna eðli sínu fyrir kjósendum með feiknardýrri kosningabaráttu. Hún var kostuð af fyrirtækjum, er lifa á einkavinavæðingu og annarri fyrirgreiðslu flokksformanns, sem hefur lengi reynt að leyna því, að hann er sjálfur gæludýr eigin kvótakerfis.