Framsal Fischers

Punktar

Bandaríkjastjórn mun væntanlega koma að tómum kofum á Íslandi, ef hún reynir að fá Bobby Fischer framseldan. Efnislega er ekkert, sem hún getur fest hendi á. Hér á landi eru meintir glæpir Bobby Fischer í Júgóslavíu sálugri fyrir nokkru fyrndir samkvæmt íslenzkum lögum. Á það benti Davíð Oddsson utanríkisráðherra snemma á ferli þessa máls. Hann væri því ekki brotlegur við íslenzk lög, þótt Bandaríkin telji hann hafa brotið viðskiptabann með því að tefla skák. Auk þess telja menn almennt hér á landi skák vera íþrótt og list, en ekki viðskipti. Fischer verður því ekki framseldur.