Forsetar Alþingis þurfa að athuga sín mál. Þeir hvetja til virðingarleysis þingsins með því að vefengja íslenzkt mál. Orðið vítaverður hefur 160 sinnum verið notað í ræðustól Alþingis. Engin ástæða er að fara að amast við því núna. Álfheiður Ingadóttir á að biðjast afsökunar á afskiptasemi sinni vegna orðsins. Hins vegar mega forsetar taka harðar á frammíköllum þingmanna. Ræðumaður á að hafa orðið hverju sinni. Aðrir geta gjammað, þegar þeir fá orðið. Forsetar hafa í vor og sumar tekið of milt á frammíköllum og öðrum skrípalátum að hætti málfunda í gagnfræðaskóla. Frammíköllin eru vandinn.