Undir áhrifum frá dr. Gunna er ég orðinn meðvitaðri í verzlunum. Fattaði, að verðmerkingar í Hagkaupum á Seltjarnarnesi eru ýmist grín eða engar. Þar virðist ætlazt til, að fólk sjái verðið á strimlinum, þegar það er búið að borga. Íslenzk vínber voru til sölu, en ekki verðmerkt. Við kassann kom síðbúið í ljós, að þau kostuðu jafnþyngd sína í gulli. Sól appelsínusafi er sagður nýpressaður, en hafði enga dagsetningu framleiðslunnar. Á umbúðum er brauð sagt framleitt “í dag”, hvað sem sú dagsetning þýðir. Hagkaup virðast hata kúnna. Og opinber eftirlitsiðnaður er örugglega alveg steindauður.
