Framkvæmdastjóri Samtaka verzlunar og þjónustu býr í Undralandi. Leyfir Samtökum atvinnulífsins að ganga erinda kvótagreifa í stað þess að semja um kaup og kjör. Því blasir við verkfall. Þá birtist Andrés Magnússon grátandi og segir fyrirtæki í verzlun og þjónustu muni “hrynja hvert af öðru.” Hann getur sjálfum sér um kennt. Fari menn rösklega fram í ábyrgðarleysi á einum vettvangi, geta þeir reiknað með hastarlegum afleiðingum á öðrum vettvangi. Samtök verzlunar og þjónustu leyfðu fyrir sitt leyti Samtökum atvinnulífsins að reka erindi kvótagreifa og gráta síðan afleiðinguna. Andrés dugir ekki.