Okkar unga fólki hefur farið mikið fram í andófi. Beztir eru myndsímarnir og litlu myndavélarnar, sem gera illfyglum ófært að ljúga. Á YouTube sér fólk aðfarir löggu og hvítliða. Þarf ekki að heyra lygafréttir á Stöð 2 eða öðrum hefðbundnum miðlum. Næstbezt eru símaskilaboðin, sem gera fólki kleift að villa um fyrir löggunni. Hún getur ekki vaktað alla staði í senn. Fólk þarf svo að koma sér upp sundgleraugum og öðrum ráðum gegn efnavopnum löggunnar. Lesið líka “how to protest” á Google og lærið af sérfræðingum. Sendisveinar íslenzka þjóf-ræðisins munu þá framvegis standa máttvana gegn unga fólkinu.