Frænkan er með skæri

Punktar

Alan Wolfe segir, að stjórnsýslumenn við völd hafi hag af sefasýkinni. Þeir noti óttann til að safna valdi. Í stað þess að vernda fólk fyrir hryðjuverkum, er athyglinni beint að gamalli frænku með skæri í pússi sínu, arabalegum manni með farsíma í höndunum, barni með snuð, háskóladreng með nýjustu fartölvuna. Hryðjuverkamenn nota aðrar aðferðir, hegða sér öðru vísi en frænkan og smábarnið. Þeir nást ekki með aðgerðum, sem nú eru stundaðar á flugvöllum. Þær hafa hins vegar þann tilgang að hræða fólk til stuðnings við arftaka Edgar Hoover víða um heim.