Frá útrás til einræðis

Punktar

Fyrir nokkrum árum voru útrásarvíkingar helzta baráttumál Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Eftir hrun þeirra hefur helzta baráttumál hans verið að færa samskipti okkar frá Evrópu til einræðisríkja. Einkum hefur hann litið til Kína sem hins nýja frelsara og arftaka útrásarvíkinga. Einnig hefur hann hossað Indlandi og Rússlandi. Og lastað Evrópuríki, einkum þau sem eru vinveitt Íslandi og kaupa mest af vörum héðan. Hins vegar hefur hann látið af samskiptum við arabíska einræðisfursta Persaflóa, sem hann hampaði á tímum útrásarvíkinga. Allt tilstandið er partur af sjálfhverfu forsetans.