Fótbolti á íslenzku

Punktar

Ógeðfelldar eru árásir sumra áhugamanna um fótbolta á þann, sem kærði ólöglegar sýningar Skjás eitt á enskum fótbolta með ensku tali. Það er óviðkunnanlegt, þegar ráðizt er á fólk fyrir að benda á, að farið skuli að lögum. Nærtækara er að hvetja alþingismenn til að taka sig saman um að breyta lögunum, svo að áhugamenn um fótbolta geti séð hann á ensku. Hótanir Skjás eitt um að sýna fótboltann mállausan, ef hann fái ekki að sýna hann á ensku, eru mál skjásins, en ekki þess aðila, sem kærði. Ef skjárinn bregzt við kærunni með því að rýra kost áhorfenda, eiga menn að skamma Skjá eitt.