Fótboltabullur

Punktar

Í Guardian skrifar Martin Jacques um, að kynþáttahatur í Evrópu fái útrás í fótbolta. Hann nefnir sem dæmi grófa framkomu Luis Aragones, stjóra spænska landsliðsins, í garð Thierry Henry og Reyes. Spænska knattspyrnusambandið tregðaðist lengi við að fordæma orðbragð Aragones. Víða um Evrópu, svo sem í Slóvakíu, Makedóníu, Grikklandi, Tyrklandi og í Bretlandi komast fótboltabullur upp með óviðeigandi söngva, sem ættu hiklaust að leiða til banns á heimaliðið. Fótboltasambönd og -klúbbar geta engan veginn firrt sig ábyrgð á ósæmilegri hegðun stuðningsmanna þeirra.