Fosfórsprengur

Punktar

Ríkissjónvarpið á Ítalíu hefur sakað Bandaríkin um að nota fosfórsprengjur á byggð svæði í Írak og þannig valdið dauða og örorku saklauss fólks, til dæmis í Falluja, þar sem 300.000 manns urðu að flýja. Bandaríkin eru ekki aðilar að alþjóðlegu banni við notkun fosfórsprengja, ekki frekar en þau eru aðilar að alþjóðlegu banni við pyndingum og öðru ógeði í hernaði. Smám saman reytist burt stuðningur fólks við Bandaríkin. Berlusconi forsætisráðherra segist margoft hafa reynt að fá George W. Bush ofan af stríðsplönum sínum. Halldór Ásgrímsson er síðasti staðfasti stuðningsmaður Bush.