Undir forystuleysi Árna Páls Árnasonar sýnir félagsráðuneytið emga hugkvæmni í skuldamálum heimilanna. Í kerfishruni tyggur ráðherrann gamlar kenningar úr hagfræði. Að vísu er ótækt að vísa vandanum yfir á skattgreiðendur næstu áratuga. Það gerðu Geir Haarde og Flokkurinn í peningamarkaðssjóðum fyrir ári. Sú leið verður ekki farin aftur. Hins vegar má meta, hver á að bera tjónið, þegar höfuðstóll lána fer á flug, lántakandinn eða lánveitandinn. Vísitölureikningur út frá krónugenginu er hættulegur og tæpast heilagur. Í kerfishruni getur ráðherra getur ekki dundað sér við gamlar kenningar einar.