Norm Coleman er formaður bandarísku þingnefndarinnar, 55 ára gamall þingmaður frá Minnesota, sagður vera á uppleið í flokki repúblikana og hafa drauma um Hvíta húsið. Þetta glæsilega fley steytti á skeri götustráks úr brezka þinginu, þar sem menn eru vanir harðskeyttum tilsvörum. Coleman varð forviða, koðnaði niður í yfirheyrslu yfir George Galloway, missti umræðuna út í gagnrýni Galloway á bandaríska hernaðarstefnu og var farinn að stama fyrir rest. Raunar segja fjölmiðlar, að engir bandarískir þingmenn eigi nokkurn séns í kappræðum við sjóaða brezka starfsbræður þeirra.