Forstjórabófi stöðvaður

Punktar

Ríkisstjórnin mun auka framlög til velferðar minna en sem nemur auknum kostnaði. Þannig var það hjá fráfarandi ríkisstjórn og þeirri þar á undan. Síðan reynir forstjóri Sjúkratrygginga að deila fénu þannig, að meira fari til einkavina á borð við sjúkrahótel Albaníu-Höllu og annarra slíkra einka-sjúkrahúsa. En minna til Landspítalans, spítala alls almennings. Bófaflokkurinn á trygginga-forstjórann og hefur þetta allt í hendi sér, hvað sem segir í stjórnarsamningi. Á newspeak heitir þetta að „efla kostnaðarvitund“ aumingja. Eins og árleg hækkun á hlut sjúklinga í lyfjakostnaði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis mun þó stöðva þessa vitleysu.