Forseta-martröðin

Punktar

Hef áður varað við, að Davíð Oddsson muni fyrr eða síðar skella sér í slaginn um forsetann. Hann getur líklega halað inn upp undir 20% atkvæða. Út á það getur hann orðið forseti, ef hálf þjóðin býður sig fram. Vonandi munu skoðanakannanir leiða í ljós, að nærri allir frambjóðendur hafa innan við 10% fylgi. Þeir geta þá dregið sig í hlé. Vikið til hliðar fyrir einum alvöruframbjóðanda eða tveim, sem gætu náð yfir 20% fylgi hvor. Óbærileg er sú tilhugsun, að helzti gerandi hrunsins verði forseti á vegum kvótagreifa. Hann mun í embætti fá næg tækifæri til að bregða fæti fyrir nýju stjórnarskrána og þjóðareign á auðlindum okkar.