Forsendan var út í hött

Punktar

Daryl G. Press bendir á það í New York Times, að fyrir stríð hafi George W. Bush talið Bandaríkjamönnum trú um, að innrásin í Írak yrði auðveld og ódýr. Hann telur, að mannfall verði töluvert í liði Bandaríkjamanna. Hann telur ennfremur, að Vesturlandabúar muni verða ókvæða við sjónvarpsmyndum af hörmungum almennings af völdum innrásarliðsins. Hann ráðleggur, að framvegis fari Bandaríkin ekki í stríð á grundvelli þeirrar forsendu, að andstæðingurinn muni umsvifalaust leggja niður vopn.