Ekki dettur mér í hug að skrifa um tónlist, af því að ég hef ekki vit á henni. En dr. Gunna dettur í hug að skrifa ítrekað um matargerðarlist, þótt hann sé þar greinilega úti að aka. Hann er hrifinn af sushi á efri hæði Iðu, þótt þar aki réttirnir á færibandi um borðið, hring eftir hring, klukkustund eftir klukkustund. Hins vegar er eðli sushi, að það er ekki búið til fyrr en eftir pöntun. Dr. Gunni hrífst af forminu, en skilur ekki innihaldið. Hann getur fengið gott sushi í næstu götu, á Maru í Aðalstræti, þar sem sushi er alltaf búið til eftir pöntun. Prófaðu silungshrognin.