Við skulum ekki fara langt yfir skammt í leit að sökudólgi Orkuveitumáls. Pólitískt ábyrgir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson. Sá síðari hefur tekið pokann sinn. Sá fyrri þrjóskast enn við, einnig forstjórar Orkuveitunnar, Guðmundur Þóroddsson og Hjörleifur Kvaran. Ekki gleyma, að það var borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna, sem stöðvaði Vilhjálm á síðustu stundu. Hann fær prik fyrir það. Enda þótt að öðru leyti sé ekki ástæða til að hrósa framgöngu hans á þessum pólitíska vetri. Þar hefur enginn þorað að segja opinberlega, að Vilhjálmur verði að hætta.
