Kreppan hefur staðið nokkra mánuði. Hræddum Íslendingum hlýtur að fjölga við slíkar aðstæður. Fólk sér fyrir sér tekjumissi, jafnvel atvinnumissi. Sumir fá martröð um sult og seyru. Fylgismönnum stóriðju og orkuvera ætti því að fjölga. Samt sýnir skoðanakönnun Fréttablaðsins, að meirihluti þjóðarinnar hafnar stóriðju og stórvirkjunum. Meirihlutinn er stærri úti á landi, þar sem talið hafði verið meira um óttaslegið fólk. Kannski sér fólk núna í olíukreppunni, að við þurfum alla okkar raforku til að leysa olíu af hólmi. Við höfum í ekkert aflögu fyrir niðurgreidda gæludýrið, stóriðjuna.