Gríski harmleikurinn versnar bara. Grikkir sætta sig ekki við að verða að þrengja beltin og koma fjármálum sínum í lag. Vandi landsins verður ekki eingöngu leystur með því að lengja í hengingarólinni. Lánardrottnar landsins verða að slá af kröfum. Sú er tillaga Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands. Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn verða að víkja frá þeirri stefnu, að lánardrottnar fái allt sitt til baka. Bankar hafa lánað ógætilega og verða líka að súpa seyðið. Almenningur neitar að axla ábyrgð davíðskra valdamanna í pólitík og bönkum. “Við borgum bara ekki” segja Grikkir.