Fólk af holdi og blóði

Punktar

Frjálshyggjugaurar banka, ríkisstjórnar og seðlabanka líta á fólk sem aðila að fjármagnsmarkaði. Sem slíkum getur fólki vegnað betur eða miður. Það er bara gangur markaðarins að mati glærufræðinga. Eru andvígir Íbúðalánasjóði, því að í skjóli ríkisins lánar hann fólki á lægri vöxtum en bankar gera. Glærufræðingum bankanna finnst í lagi að ginna fólk til að taka erlend lán og lán með síðar ákveðnum vöxtum. Þannig gera bankarnir fólk gjaldþrota og tala um það sem aðila að fjármagnsmarkaði. En það er fólk ekki. Það er bara fólk af holdi og blóði. Og vill fá vernd gegn “aðilum að fjármagnsmarkaði.”