Fokið í flest skjól

Punktar

Fokið er í flest skjól manna eins og Donald Trump og Recep Tayyip Erdoğan. Trump hefur sent starfsfólki bandaríska landbúnaðar-ráðuneytisins skipun um að forðast orðið „loftslagsbreytingar“ í texta. Trump er einn fárra, sem ekki trúa vísindum um loftslagsbreytingar og telja sig vita betur. Hann er í stríði við staðreyndir, sem stinga í stúf við gráðugan vilja hans sjálfs. Erdoğan er að því leyti verri, að hann er kominn í stríð við allar staðreyndir. Hefur látið loka í Tyrklandi fyrir aðgang að alfræðibókinni Wikipedia á vefnum. Loka heimsins mestu og beztu uppsprettu þekkingar í heiminum. Telur sig geta flutt landið aftur til miðalda.