Sama er, hvar velt er við steinum, alls staðar vella fram pöddur. Fínustu bankastarfsmenn fengu skuldir sínar afskrifaðar. Hundrað milljarðar láku úr Kaupþingi daginn fyrir hrunið. Nýir yfirmenn bankanna eru gamla glæpagengi þeirra. Ráðherrar vissu um yfirvofandi hrun bankanna fyrir löngu, líklega í apríl. Um IceSave vissu þeir 2. september. Björn stríðsráðherra ræður feður bankakónga til að fletta ofan af bankasvindli. Glitnir svindlar í Noregi. Björn safnar herliði. Smám saman kemur ormagryfjan í ljós. Hún er gerspillt valdakerfi stjórnmála og fjármála. Íslenzka fnykinn leggur um allan heim.