Þorsteinn Davíðsson hefur verið borinn á silkipúða frá vöggu til Héraðsdóms Norðurlands eystra. Hann var skafinn upp af botni umsækjenda og fluttur upp á toppinn. Hann er sonur Davíðs Oddssonar og nýtur allra forréttinda, sem hefðbundin spilling pólitísk leyfir. Hann kvartar meira að segja sjálfur yfir, að menn snúi sér ekki til Davíðs sjálfs, ef menn eigi sökótt við Davíð. Þetta er eins og þegar sagt var, að umsækjendur ættu ekki að líða fyrir að vera framsóknarmenn. Hávær þögn er hjá ráðherrum Samfylkingarinnar um þetta grófa spillingarmál. Kannski telja þeir það auka svigrúm sitt.