Kvótasala lék Vestfirði grátt. Flokksgreifar og kvótagreifar réðu ríkjum. Stefna óheftrar kvótasölu sjálfstæðismanna hreinsaði kvótann úr heilum byggðum. Samanber Flateyri. Kvótagreifar seldu svo kvótann og flúðu suður. Eftir sitja landsins forhertustu flokkssnatar, sem kenna núverandi stjórn um harmleikinn. Og auðvitað kjósendur Flokksins, sem kusu yfir sig ástandið. Kusu yfir sig samtvinnað veldi flokksbófa og kvótabófa. Þeir kjósendur eru fávitar, allir sem einn. Svo koma forstokkaðir verjendur kvótakerfisins fram í sjónvarpsfréttum fyrir vestan. Kenna öllum öðrum en sér um harmleikinn.